Sjómannadagsráð hefur selt fasteignir sínar við Stofusund 1 í Hraunborgum í Grímsnesi en til þeirra heyra þjónustumiðstöð, sundlaug og tjaldstæði, auk orlofshúsa félagsins við Húsasund.
Landareignin sem slík verður eftir sem áður í eigu Sjómannadagsráðs.
Nýir eigendur og rekstraraðilar fasteignanna eru þau Drífa Björk Linnet og Haraldur Logi í Búðasundi sem tóku formlega við rekstrinum þann 9. maí síðastliðinn.
Þau gera ráð fyrir óbreyttum rekstri enda þótt einhverjar áherslubreytingar verði í því skyni að efla þjónustuna enn frekar í þágu viðskiptavina á svæðinu.
Með sölu eigna sinna a svæðinu hyggst Sjómannadagsráð framvegis aðeins gegna hlutverki landeiganda og lóðarleigusala á frístundahúsasvæðinu í Hraunborgum.