Sjór gengur á land á Stokkseyri og Eyrarbakka

Lögreglan vaktar svæðið við Stokkseyrarbryggju. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Gaulverjabæjarvegur er lokaður en gríðarlegur sjógangur er við Stokkseyri og Eyrarbakka. Sjór og grjót gengur yfir veginn og Stokkseyrarbryggja er á kafi í sjó.

Þegar sunnlenska.is var á Stokkeyri um klukkan 22 í kvöld gengu svakalegar fyllur yfir bryggjuna og alveg upp að vegg í Hólmarastarhúsinu.

Á Eyrarbakka hefur sjór gengið langt upp á land, yfir sjóvarnargarðinn meðal annars við björgunarsveitarhúsið og Skálann.

Það er enn að falla að en háflóð er um klukkan 22:40.

Björgunarsveitin Björg á Eyrarbakka beinir því til íbúa á Eyrarbakka og Stokkseyri að vera ekki á ferðinni í kvöld og nótt. Ef einhver þarfnast aðstoðar á að hringja í 112.

Aldan fleytir stórgrýti alveg upp að húsvegg í Hólmarastarhúsinu. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Sjór og grjót gengur yfir Gaulverjabæjarveg. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Vegurinn er varasamur þar sem grjót, íshröngl og gróður verða eftir á veginum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Björgunarsveitin Björg á Eyrarbakka lokar Gaulverjabæjarvegi við gatnamótin á Eyrarbakkavegi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Sjór gengur yfir gamla frystihúsið á Eyrarbakka. Ljósmynd/Guðmundur Ármann
Við Eyrarbakkabryggju í kvöld. Ljósmynd: Björgunarsveitin Björg/Ægir Guðjónsson
Fyrri greinBjörgunarsveitir kallaðar út vegna fastra bíla
Næsta greinRobinson skaut Hrunamenn í kaf