Veiði í sunnlenskum ám hefur verið í slöku meðallagi það sem af er sumri að sögn Magnúsar Jóhannssonar fiskifræðings og sviðsstjóra hjá Veiðimálastofnun.
Magnús tekur þó fram að sumarið væri ekki liðið og því gæti ræst úr í sumum tilvikum. Ljóst væri þó að þetta sumar myndi standa tveimur síðustu sumrum talsvert að bak enda hefði veiði verið góð þá.
„Svo virðist sem skil á laxi úr sjó séu ekki að ganga eftir hvað sem veldur. Hvað er að gerast í sjónum vitum við ekki á þessari stundu en svo virðist sem sjórinn sé ekki að skila sínu,” sagði Magnús.
Hann bendir einnig á að aðstæður í jökulánum hefðu verið netaveiði óhagstæð en um leið heldur hagstæðari fyrir stangveiði.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu