Sjóvá opnar í Þorlákshöfn

Sjóvá hefur opnað umboð í Þorlákshöfn en umboðsmaður á svæðinu er Vignir Arnarson.

Vignir er Ölfusingum af góðu kunnur og að hans sögn hefur hann fundið fyrir mjög jákvæðum viðbrögðum við aukinni þjónustu Sjóvá á svæðinu og hlakkar til þess að takast á við verkefnið.

Skrifstofan er á Unubakka 10-12 og þar mun Vignir sjá um þjónustu og ráðgjöf fyrir Sjóvá í Ölfusinu öllu.

Opið er í umboðinu alla virka daga frá klukkan 9 til 13.

Fyrri greinAdelman í raðir Selfoss
Næsta greinNýr fimm ára samningur undirritaður