Sjóvarnir bættar á Bakkanum

Siglingastofnun hefur óskað eftir tilboðum í byggingu 170 m langs sjóvarnargarðs við Eyrarbakka og á verkinu að vera lokið í ágúst í sumar.

Um er að ræða framhald af endurbættum sjóvarnargarði austast í þorpinu, austur fyrir barnaskólann.

Áætlað er að um 2.600 rúmmetrar af efni fari í garðinn en tilboðsfrestur rennur út þann 19. maí nk.

Fyrri greinMiðasala hafin á Kallakvöld Sleipnis
Næsta greinÁ 181 km hraða í Ölfusinu