Á annað hundrað björgunarmenn sinna nú ófærðaraðstoð á suðvesturhorni landsins. Hellisheiði er lokuð, sem og Þrengslin. Þar aðstoða björgunarsveitir ökumenn sem fest hafa bíla sína.
Einnig er Suðurstrandarvegur lokaður. Mjög slæmt veður er á Sólheimasandi og undir Eyjafjöllum og varar lögreglan á Hvolsvelli við ferðalögum á þessum svæðum.
Björgunarsveitarfólk mannar lokunarpósta og í hádeginu var sjúkrabíl fylgt frá Selfossi um Þrengsli, til Reykjavíkur.
Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetur fólk til að vera ekki á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til og þá aðeins að á bifreiðum sem eru vel búnar til aksturs í vetraraðstæðum.