Í fjárlagafrumvarpi ársins 2021, sem lagt var fram í síðustu viku, er gert ráð fyrir 600 milljónum króna sem munu renna til framkvæmda við sjúkrahúsið á Selfossi, til viðbótar við 200 milljónir króna í fjáraukalögum þessa árs.
Áformað að byggja þriðju hæðina ofan á sjúkraúsið en þær tillögur voru kynntar árið 2012. Heildarkostnaður við framkvæmdina er um 3,3 milljarðar króna og er áætlað er að fjármagna verkið að fullu á næstu fjórum árum.
Stækkunin og endurbæturnar á sjúkrahúsinu á Selfossi fela meðal annars í sér að að byggð verði þriðja hæðin ofan á eldri hluta núverandi húsnæðis og gjörbreyting verði á bráðamóttöku stofnunarinnar og skammtímavistun.
Í fjárlagafrumvarpinu eru framlög til heilbrigðismála aukin um ríflega 15 milljarða króna og er mikil áhersla lögð á framkvæmdir sem efla innviði heilbrigðiskerfisins, s.s. uppbyggingu og endurbætur á húsnæði heilbrigðisstofnana og byggingu hjúkrunarheimila.