D-listi Sjálfstæðisflokksins vann öruggan sigur í sveitarstjórnar-kosningunum í Skaftárhreppi og fær þrjá hreppsnefndarfulltrúa af fimm.
D-listinn fékk 141 atkvæði eða 60,5% og þrjá hreppsnefndarfulltrúa. Z-listi Sólar í Skaftárhreppi – óháðs framboðs fékk 92 atkvæði eða 39,5% atkvæða og tvo hreppsnefndarfulltrúa.
Á kjörskrá voru 356 manns og talin hafa verið 277 atkvæði. Kjörsókn liggur ekki fyrir.
Kjörnir fulltrúar í hreppsnefnd eru:
1. Eva Björk Harðardóttir, D-lista
2. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, Z-lista
3. Bjarki V. Guðnason, D-lista
4. Katrín Gunnarsdóttir, D-lista
5. Arndís J. Harðardóttir, Z-lista
Næstur inn er Jón Hrafn Karlsson, D-lista, og vantar 44 atkvæði til að fella Arndísi.