Skaftárhreppur samþykkir sameiningu

Lómagnúpur. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Tillaga um sameiningu Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps var samþykkt í Skaftárhreppi.

Já sögðu 202 eða 72,9% en nei sögðu 68 eða 24,5%. Tillagan var því samþykkt í Skaftárhreppi.

Auðir seðlar voru 4 og ógildir 3 eða 2,5%.

Á kjörskrá voru 370 einstaklingar, samtals greiddu 277 atkvæði eða 75% af þeim sem voru á kjörskrá.

Fyrri greinÁsahreppur kolfelldi sameiningartillöguna
Næsta greinSameiningartillagan naumlega samþykkt í Rangárþingi ytra