Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur óskað eftir því að komið verði á fót samráðshóp Skaftárhrepps, Skógræktar og Landgræðslunnar til að skoða tillögur að svæðum í Skaftárhreppi sem koma til greina fyrir skógrækt eða landgræðsluaðgerðir.
Í bókun hreppsnefndar segir að verkefnið geti haft í för með sér fjölþættan ávinning með tilliti til loftslagsmála, líffræðilegrar fjölbreytni, aukins þols gagnvart náttúruvá og aukinna möguleika í atvinnumálum.
Jón Hrafn Karlsson og Jóna Björk Jónsdóttir hafa verið tilnefnd sem fulltrúa sveitarfélagsins í samráðshópinn.