Skaftárósskýlið opnað í dag

Formleg opnun á gamla neyðarskýlinu við Skaftárós verður í dag en unnið hefur verið að því að gera það upp í vetur.

Fótspor – félag um sögu og minjar í Skaftárhreppi hefur á undanförnum mánuðum unnið að endurgerð gamla neyðarskýlisins á Meðallandsfjöru, þar sem áður stóð fyrsta kaupfélag svæðisins.

Talsverðar lagfæringar hafa verið gerðar á húsinu sjálfu, auk þess sem sýning hefur verið sett upp um margbrotna sögu staðarins.

Opnunin er í dag og er brottför frá Syðri-Steinsmýri kl. 14. Nóg pláss verður í jeppum fyrir alla. Kaffiveitingar verða í boði stjórnar og líklegra en hitt að góðar sögur verði hluti af meðlætinu þennan eftirmiðdag.

Fyrri greinUm námsmeyjar og skólapilta á Laugarvatni
Næsta greinHlynur við toppinn í Eyjum