Skákkennsla fyrir grunnskólabörn í Fischersetrinu

Fischersetrið á Selfossi mun í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg, Skákskóla Íslands og Skákfélag Selfoss og nágrennis standa fyrir skákkennslu fyrir grunnskólabörn í Fischersetrinu næstkomandi laugardaga frá kl. 11:00 – 12:30.

Yfirumsjón með kennslunni hefur Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands.

Alls verða þetta 10 laugardagar og fyrsti tími verður laugardaginn 25. janúar nk.

Þeir sem hafa áhuga á skákkennslunni eru beðnir um að mæta u.þ.b. 30 mínútum áður en fyrsta æfing hefst til að ganga frá skráningu og greiðslu nemendagjalds sem er kr. 4.500 fyrir þessi 10 skipti.

Varðandi frekari upplýsingar þá vinsamlegast hringið í síma 894 1275 eða tölvupóst á fischersetur@gmail.com

Fyrri greinBúið að koma öllum í hús við Gullfoss
Næsta greinGul viðvörun: Samgöngutruflanir í hríðarveðri