Maður, sem var vistaður í fangageymslu lögreglustöðvarinnar á Selfossi, ærðist og réðist á lögreglumenn sem voru að fylgja honum á salerni fangageymslunnar.
Árásin átti sér stað aðfaranótt laugardags. Maðurinn skallaði og sló í höfuð lögreglumannanna sem þurftu að beita þurfti úðavopni og liðsauka til að yfirbuga manninn.
Tveir lögreglumenn leituðu að því loknu læknis og er grunur um að annar þeirra sé nefbrotinn.
Maðurinn hafði nokkru áður verið handtekinn í Fljótshlíð vegna líkamsárásar og fluttur í fangageymslu á Selfossi.
Mál hans verður sent saksóknara að lokinni rannsókn til frekari ákvörðunar.