Harður árekstur varð á gatnamótum Erlurima og Suðurhóla á Selfossi um kl. 13 síðastliðinn föstudag.
Ökumaður annarar bifreiðarinnar skarst í andliti og höndum af glerbrotum sem lentu á honum. Talsvert tjón varð á ökutækjunum.
Þegar áreksturinn varð var snjókoma og slæmt skyggni og ökumaðurinn sá ekki stöðvunarmerki sem var á umferð um Erlurima.
Í dagbók lögreglunnar á Selfossi kemur fram að tveir ökumenn hafi verið kærðir fyrir ölvunarakstur um helgina. Annar þeirra hafði ekið utan í tvær kyrrstæðar bifreiðar á bifreiðastæði við félagsheimilið Aratungu. Hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.