Skautað í tunglsljósinu

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Það var fjölmenni og frábær stemning á skautasvellinu í Torfdal á Flúðum í kvöld þar sem haldið var þrettándaball.

Svellið hefur verið mikið notað í vetur og nýjar og gamlar kempur hafa brýnt skautana og sýnt frábær tilþrif. Raunar hefur áhuginn verið svo mikill að stofnað hefur verið félag í hreppnum, Skautafélagið Dettinn.

Þau Elvar Harðarson og Erla Björg Arnardóttir höfðu veg og vanda að kvöldinu í kvöld, kveikt var á kertum og tónlist og boðið upp á kakó og smákökur í dásamlegu veðri í Gullhreppnum.

Myndirnar að neðan tók Guðmundur Karl, sem er ekki sterkur á svellinu en ágætur á myndavélinni.

Fyrri greinHrunamenn og Selfoss töpuðu
Næsta greinSelfoss fær nýjan markvörð