Skeiðavegi lokað vegna olíuleka

Erlendir ferðamenn óku á járnplötu sem lá á Skeiðavegi í gær með þeim afleiðingum að platan gataði eldsneytistank bifreiðarinnar.

Um 50 lítrar af dísilolíu láku af bílnum á veginn vegna þessa og því þurfti að loka veginum um tíma meðan slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu hreinsuðu veginn.

Ferðamennirnir brugðust hárrétt við atvikinu, stöðvuðu bifreiðina strax eftir höggið og reyndu að koma í veg fyrir frekari leka frá eldsneytistanknum á götuna.

Ekki stóð á ferðamönnunum að hjálpa slökkviliðsmönnunum við upphreinsunina og er þeim þakkað sérstaklega fyrir liðlegheitin í frétt á Facebooksíðu Brunavarna Árnessýslu.

Fyrri greinStrókur fær styrk frá TRS
Næsta greinSævar Logi nýr formaður HSSH