Skeiðgnúp: Stórsigur K-listans

K-listi farsælla framfarasinna vann öruggan sigur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. K-listinn fékk 57,4% atkvæða og þrjá menn kjörna.

N-listi Nýrra tíma nýs afls fékk 81 atkvæði og E-listi Einingar 51.

Sveitarstjórn er því þannig skipuð:
1. Gunnar Örn Marteinsson (K)
2. Harpa Dís Harðardóttir (K)
3. Oddur Guðni Bjarnason (N)
4. Jón Vilmundarson (K)
1. Björgvin Skafti Bjarnason (E)

Á kjörskrá voru 370 og kusu 324 eða 87,57%. 295 kusu á kjörstað en 29 utan kjörfundar. Gildir seðlar voru 322 en 2 ógildir.

Fyrri greinTalið fram á nótt í Skaftárhreppi
Næsta greinMjög mikil þátttaka í GogG