Starfsmaður Flúðaskóla í Hrunamannahreppi hefur greinst með COVID-19 og hefur því verið ákveðið að fara í víðtækar aðgerðir í hreppnum til þess að koma í veg fyrir fleiri smit.
Flúðaskóli verður lokaður á morgun, föstudag, sem og á mánudag og einnig íþróttahúsið og tækjasalurinn.
Leikskólinn verður lokaður á morgun föstudag en ef ekki greinast fleiri smit verður leikskólinn opinn á venjulegum tíma eftir helgi.
Þá verður sundlaugin lokuð alla helgina en mun opna aftur á mánudag ef smitum fjölgar ekki.
Hrunamenn eru hvattir til að huga vel að smitvörnum og fara strax í skimun ef fer að bera á einkennum.