Skemmdarverk voru unnin í kirkjugarðinum við Akureyjarkirkju í Vestur-Landeyjum aðfaranótt laugardag. Dansleikur var í Njálsbúð þetta kvöld og fjöldi ungmenna þar saman kominn.
Á laugardagsmorgun kom í ljós að einhverjir ballgestanna hafa gert sér ferið í kirkjugarðinn við Akureyjarkirkju, stórskemmt lýsingu kirkjunnar og felt legsteina og krossa.
Lögreglan á Hvolsvelli segir á Facebooksíðu sinni að það sé ekki með nokkru móti hægt að átta sig tilgangi skemmdarverka sem þessara né þeim hvötum sem þar liggja að baki.
Lögreglan vill biðla til allra sem hugsanlega hafa einhverjar upplýsingar um hver eða hverjir hafi verið þarna að verki að koma upplýsingum til lögreglunnar í síma 488 4110.