Landverðir í Kerlingafjöllum stóðu erlenda ferðamenn að utanvegaakstri í gær.
Um minniháttar spjöll var að ræða og voru ferðamönnunum fengin kústar og hrífur í hönd og gert að lagfæra hjólför sem komið höfðu eftir bifreið þeirra.
Lögregla hefur málið til rannsóknar.