Skemmdir voru unnar á svifryksmælistöð í Vík í Mýrdal um helgina en henni var stolið og fannst hún síðar á golfvellinum í Vík.
Vegna þessa hefur stöðin verið flutt til Reykjavíkur til viðgerðar. Ljóst er að þeir sem þarna voru að verki hafa þurft að leggja all nokkuð á sig, þar sem stöðin var fest við staur og í 4 m hæð, auk þess sem hún vegur 70 kg. Stöðin fannst í um kílómetersfjarlægð frá staurnum sem henni var stolið af.
Loftgæðamælistöðin sem hefur mælt svifryk við Raufarfell undir Eyjafjöllum, er nú í Reykjavík vegna viðhalds og kvörðunar og eru þar af leiðandi engar svifryksmælingar á Suðurlandi núna.