Skemmtanahald næturinnar fór vel fram

Lögreglan á vaktinni í Sigtúnsgarði á Selfossi í gærkvöldi þar sem þúsundir mættu í sléttusöng. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Nóttin fór nokkuð vel fram í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi og skemmti fólk sér vel á bæjarhátíðum sem eru nú í gangi.

Eitthvað var þó um að lögregla þurfti að hlúa að öldauðum einstaklingum og koma þeim heim.

Síðastliðinn sólarhring voru ellefu ökumenn kærðir fyrir að aka of greitt, fimm voru kærðir fyrir að aka undir áhrifum áfengis eða ólöglegra fíkniefna og tveir fyrir að aka sviptir ökuréttindum. Þrír einstaklingar voru kærðir fyrir vörslu fíkniefna.

Eldur í flugskýli í Múlakoti
Um klukkan 1:30 barst svo tilkynning um eld í gömlu flugskýli í Múlakoti. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins og eru eldsupptök til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurlandi.

Búast má við mikilli umferð í dag og biðlar lögreglan til ökumanna að sýna þolinmæði í umferðinni og aka varlega, svo allir komist heilir heim.

Fyrri greinMörkunum rigndi á Flúðum
Næsta greinDaníel Breki áttundi á NM U20