Aðalmeðferð fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Sólheima í Grímsnesi gegn íslenska ríkinu en málið var höfðað vegna skertra fjárframlaga til Sólheima árið 2009.
Um var að ræða 4% skerðingu, eða 11 milljónir króna, sem forsvarsmenn Sólheima telja að hafi verið umfram aðrar stofnanir.
Reynt var að fá skerðinguna leiðrétta en við því ekki orðið. Því hafi málið verið höfðað fyrir dómstólum sem skera munu úr um lögmæti ákvörðunar stjórnvalda.
mbl.is greindi frá þessu