Skíðagöngubraut lögð umhverfis Laugarvatn

Gaman á gönguskíðum. sunnlenska.is/Kristín Traustadóttir

Áhugafólk um skíðagöngu getur nú glaðst því Björgunarsveitin Ingunn hefur lagt skíðagöngubraut umhverfis Laugarvatn.

Brautin hefur uppá margt að bjóða, brekkur og frábært útsýni af Skógarstígnum.

Brautin er að sjálfsögðu öllum opin og óskar björgunarsveitarfólk einungis eftir góðri umgengi og tillitsemi annarar umferðar um brautina.

Hér að neðan er ónákvæm teikning sem sýnir brautina sem er tæplega 6 km löng eins og hún er teiknuð.

Fyrri greinSaumastofan frumsýnd í Ölfusi
Næsta greinIngvar ráðinn slökkviliðsstjóri á Blönduósi