Skilafrestur í nafnasamkeppni um miðbæjargarðinn á Selfossi rennur út í dag.
Um er að ræða garðinn sem samanstendur af gamla Sigtúni og Sigga Óla túni, athafnasvæðum Kaupfélags Árnesinga og Hlutafélagsins Hafnar á fyrri tíð. Vilji er til þess að finna í samvinnu við íbúa þjált og gott nafn fyrir þennan framtíðarfólkvang íbúa Sveitarfélagsins Árborgar í miðbæ Selfoss. Vert er að nafn garðsins endurspegli með einhverjum hætti sögu, menningu og hlutverk garðsins.
Íþrótta- og menningarnefnd mun fara yfir tillögur og úrslitin verða tilkynnt í upphafi sléttusöngsins á Sumar á Selfossi á laugardagskvöldði.
Tillögur er hægt að senda á netfangið bragi@arborg.is eða koma með í í þjónustuver Ráðhúss Árborgar, Austurvegi 2, 800 Selfoss merkt: „Nafn á miðbæjargarðinn á Selfossi“.
Skilafrestur á tillögum er út daginn í dag, þriðjudaginn 6. ágúst.