Skilti afhjúpað á Vinatorgi

Í morgun var afhjúpað skilti á Vinatorgi, við leikskólann Brimver á Eyrarbakka, með nafni torgsins.

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti nöfn á öll hringtorg í sveitarfélaginu að undangenginni nafnasamkeppni árið 2010. Síðan þá hafa verið afhjúpuð skilti með nöfnum torganna, einu af öðru.

Það var Auður Hjálmarsdóttir sem átti hugmyndina að nafninu á sínum tíma.

Leikskólabörnin á Brimveri voru að sjálfsögðu viðstödd athöfnina í morgun, en skiltið afhjúpuðu þau Bryndís Sigurðardóttir og Ívan Gauti Ívarsson.


Bryndís Sigurðardóttir og Ívan Gauti Ívarsson afhjúpa skiltið á Vinatorgi.

Fyrri greinTónleikar í minningu Andreu Eirar
Næsta greinSviptur eftir ofsaakstur við Klaustur