Skinnum og rifflum stolið í Laugardalnum

Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á Selfossi í liðinni viku. Að morgni 17. júní var tilkynnt um innbrot í sumarbústað í Laugardalshólum þar sem m.a. var stolið, kengúru- og antilópuskinnum og tveimur rifflum.

Auk þess var stolið flatskjá ú bústaðnum. Byssurnar voru báðar ónothæfar en lásar og magasín höfðu verið fjarlægð úr þeim. Annarsvegar var um að ræða Brno ZKW 465 riffil 22 cal og hinsvegar Savage riffil mjög gamall, cal. 22.

Aðfaranótt föstudags var farið inn í húsnæði Sunnlenska við Austurveg á Selfossi og þaðan stolið skiptimynt og fartölvu.

Telji einhver sig hafa upplýsingar um hver eða hverjir hafi verið þarna að verki er viðkomandi beðinn að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.

Fyrri greinRólegt hjá Hvolsvallarlöggunni
Næsta greinEiginmennirnir vilja leyna klúðrinu fyrir konunum