Skiptimynt stolið á Hlölla

Á milli klukkan níu og tíu á laugardagsmorgun var brotist inn í Hlöllabáta við Austurveg á Selfossi. Talið er að þjófurinn hafi náð að hafa á brott skiptimynt.

Ekki er vitað hver þar var á ferð og því biður lögregla þá sem veitt geta upplýsingar að hafa samband í síma 480 1010.

Fyrri greinSidnei Moss í Hamar
Næsta greinFljúgandi hálka í Rangárþingi og víðar