Skipulagi Bitruvirkjunar frestað

Guðbjartur Hannesson, settur umhverfisráðherra, staðfestir í meginatriðum niðurstöðu Skipulagsstofnunar um breytingu á aðalskipulagi Ölfuss.

Staðfestingu á breytingu skipulagsins vegna Bitruvirkjunar er frestað þar sem upplýsingar skortir um áhrif virkjunarinnar en engar athugasemdir gerðar við aðalskipulagið að öðru leyti.

Ráðherra telur ekki næg efnisrök til þess að hafna gildistöku skipulagsins vegna áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu og fellst því ekki á tillögu Skipulagsstofnunar hvað það varðar.

Guðbjartur var settur umhverfisráðherra í málinu í lok september síðastliðinn eftir að Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, hafði lýst sig vanhæfa til að taka ákvörðun um skipulagsbreytingarnar.

RÚV greindi frá þessu.

Fyrri greinJólamarkaðurinn opinn til jóla
Næsta greinElín Guðmunds: Af hverju að endurskoða stjórnarskrána?