Klukkan 19:20 í kvöld varð jarðskjálfti af stærðinni 3,5 í fjallinu Skjaldbreið. Fjölmargir fleiri skjálftar hafa mælst í hrinunni en stærsti skjálftinn fannst í Biskupstungum og á Kjalarnesi.
Skjaldbreiður er dyngja sem talin er hafa myndast í löngu gosi skömmu eftir ísaldarlok.
Á Facebooksíðu Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands segir að þessi jarðskjálftahrina sé mjög áhugaverð en hún var enn í fullum gangi á tólfta tímanum í kvöld.