Í nótt klukkan 1:41 byrjaði skjálftahrina norðarlega í Kötluöskjunni. Tveir skjálftar mældust yfir fjórum stigum.
Stærsti skjálftinn varð kl. 1:47:02 var M4,5 og sá seinni 20 sekúndum síðar M4,6. Á annan tug skjálfta hafa mælst í kjölfarið.
Enginn órói er sjáanlegur samfara þessum skjálftum.
Stærsti skjálftinn fannst í skálanum í Langadal.
Þessir skjálftar eru þeir stærstu í Mýrdalsjökli frá því nútímamælingar hófust. Nokkrir skjálftar urðu sunnar í öskjunni um klukkustund fyrr.
Áfram verður fylgst náið með framvindu mála.