
Jarðskjálfti af stærðinni 3,0 varð við Tröllaháls í Grafningi, sjö kílómetrum norðan við Hveragerði, kl. 9:42 í morgun. Skjálftinn fannst vel í Hveragerði en skjálftar eru algengir á þessu svæði.
Nokkrir minni eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið.
Kl. 5:22 í morgun varð jarðskjálfti að stærðinni 1,7 og voru upptök hans rétt austan við Friðarstaði í Ölfusi. Sá skjálfti fannst sömuleiðis í Hveragerðisbæ.
Grindvíkingar hafa einnig fundið jarðskjálfta í morgun en kl. 6:06 varð jarðskjálfti af stærðinni 3,4 á Hópsheiði, rétt austan við Grindavík og fannst skjálftinn vel víða á Reykjanesi.