Jarðskjálfti sem mældist 2,9 stig varð í Mýrdalsjökli klukkan 6:07 í morgun. Tæpri klukkustund áður hafði skjálfti sem mældist 2,3 stig orðið austar í jöklinum.
RÚV greinir frá því að samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni séu þessir skjálftar, og fleiri í nótt og í gær, tengdur því að jökullinn sé að bregðast við mikilli úrkomu síðustu daga.
Á vef Veðurstofunnar kemur fram að rafleiðnimælingar við brú Múlakvíslar sýna óvenju há gildi miðað við hvað eðlilegt telst á þessum árstíma. Tiltölulega mikið vatn er í ánni vegna úrkomu undanfarna daga.