Nokkrir jarðskjálftar urðu undir Eyjafjallajökli og Mýrdalsjökli í nótt. Þeir mældust allir undir tveimur á Richter.
Sjö skjálftar urðu frá kl. 19:41 í gærkvöldi til kl. 6:23 í morgun. Stærsti skjálftinn var 1,9 á Richter.
Einhver skjálftavirkni hefur verið á þessu svæði að undanförnu, en jarðvísindamenn hafa ekki haft áhyggjur af henni að því er fram kemur á fréttavefnum Vísi.