Nokkrir jarðskjálftar mældust í Mýrdalsjökli síðdegis í dag, stærstu skjálftarnir voru 2,8 og 3,0 að stærð um klukkan 16:50.
Upptök skjálftanna eru á aðeins 100 m dýpi í miðri Kötluöskjunni. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að skjálftarnir séu grunnir og eru líklega afleiðing úrkomu og hlýinda sem getur leitt til aukins vatnsþrýsting sem hvetur til skjálftavirkni.