Skjálfti á Hellisheiði fannst vel í Ölfusinu

Hverahlíð séð til suðurs. Ljósmynd © Mats Wibe Lund

Jarðskjálfti af stærðinni 3,15, með upptök undir Hverahlíð á Hellisheiði, varð kl 23:50 í kvöld.

Samkvæmt heimildum sunnlenska.is fannst skjálftinn mjög vel í Hveragerði og Ölfusi en Veðurstofan hefur fengið tilkynningar um að hann hafi einnig fundist á höfuðborgarsvæðinu.

Engir eftirskjálftar hafa fylgt en fyrr í kvöld urðu tveir litlir skjálftar á svipuðum slóðum.

Fyrri greinFjóla vill leiða D-listann í Árborg
Næsta greinBjörgunarsveitir kallaðar út – Heiðin og Þrengslin lokuð