Klukkan 4:17 í morgun varð jarðskjálfti af stærðinni 3,4 í Kötluöskju í Mýrdalsjökli.
Upptök skjálftans voru austast í öskjunni, 316 metrum sunnan við hreppamörk Skaftárhrepps og Mýrdalshrepps.
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að skjálftar af þessari stærðargráðu séu ekki óalgengir í Mýrdalsjökli og var síðast skjálfti af svipaðri stærð, 3,3 þann 29. ágúst síðastliðinn.