Í dag kl 16:55 varð skjálfti af stærðinni 3,0 í Mýrdalsjökli. Einn eftirskjálfti fylgdi undir einum að stærð og enginn órói hefur fylgt í kjölfarið.
Upptök skjálftans voru austast í Kötluöskjunni.
Skjálftar af þessari stærð eru algengir í Mýrdalsjökli, og síðast varð skjálfti yfir 3,0 að stærð þann 19. júní síðastliðinn, sá var 3,3 að stærð.