Kl. 7:24 varð jarðskjálfti af stærð 3,6 við Norðurvelli í Ölfusi, rúmum 4 km norðvestan við Hellisheiðarvirkjun.
Skjálftinn fannst vel í Hveragerði, á höfuðborgarsvæðinu og allt upp á Akranes. Nokkrir eftirskjálftar hafa mælst en þeir hafa allir verið af stæðinni 1 eða minni.
„Miðað við staðsetningu eru þetta líklega flekahreyfingar. Þetta er á mjög virku jarðskjálftasvæði,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands í samtali við mbl.is.