Skjálfti upp á 3,3 í Mýrdalsjökli

Mýrdalsjökull. Ljósmynd/SIgurður Hjálmarsson

Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 varð í Mýrdalsjökli kl. 21:26 í kvöld. Tveir minni skjálftar, báðir af stærð 2,8, urðu stuttu síðar.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að ekki mælist neinn órói né eftirskjálftavirkni og engin tilkynning hefur borist um að skjálftarnir hafa fundist í byggð.

Síðast mældist skjálfti af stærð 3,4 í Mýrdalsjökli þann 2. júlí á síðasta ári.

Fyrri greinÁrborg endurhannar Sigtúnsgarð
Næsta greinSelfoss vann stórleikinn – Hamar og Árborg úr leik