Skjálfti upp á 3,8 í Mýrdalsjökli

Mýrdalsjökull. sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson

Um klukkan 8:12 í morgun varð skjálfti af stærð 3,8 í Mýrdalsjökli og fylgdu nokkrir skjálftar eftir, sá stærsti 3,3 að stærð klukkan 8:23.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að ekki sé óalgengt að það það komi skjálftar á þessu svæði.

Enginn gosórói er sjáanlegur og engin tilkynning hefur borist Veðurstofunni um að skjálftanna hafi orðið vart.

Skjálftahrinan virtist fjara út upp úr hádegi en klukkan 11:38 varð skjálfti af stærðinni 2,8 en aðrir skjálftar í kjölfarið voru mun minni.

Fyrri greinFer oftast á fætur á morgnana
Næsta greinÞyrla bjargaði ökumanni úr Markarfljóti