Hrunamannahreppur ræðir nú við forsvarsmenn Íslenskrar matorku ehf. um byggingu fiskeldisstöðvar í hlývatni. Um er að ræða framkvæmd upp á hundruð milljóna króna. Fyrirtækið hefur einnig kannað aðstæður í Ölfusi.
Um er að ræða eldi á útflutningsfiski sem yxi hraðar en gengur og gerist. „Hrunamannahreppur er ríkur af heitu vatni. Þess vegna þykjum við góður kostur fyrir slíkt fiskeldi,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri, í samtali við Sunnlenska.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.