Skoða gjaldfrjálsan leikskóla

Hreppsnefnd Ásahrepps skoðar nú þann möguleika að fella niður leikskólagjöld í öllum árgöngum leikskólans.

Um þessar mundir eru ellefu börn úr Ásahreppnum í leikskólanum á Laugalandi, um 40 prósent barnanna og greiða foreldrar þeirra 292.000 krónur á ári í leiksskólagjöld, sé miðað við taxta þann 1. nóvember.

Á ársgrundvelli væri kostnaður við að fella niður gjöldin því um 3,5 milljónir króna sem er breytileg tala eftir fjölda barna og þeim tíma, sem hvert er í skólanum.

„Ákvörðun um málið bíður næsta fundar, en það verða a.m.k stigin skref í þá áttina, en hreppsnefnd ræðir á næsta fundi og ákveður í tengslum við fjárhagsgerð,” segir Björgvin Sigurðsson, sveitarstjóri Ásahrepps.

Fyrri grein58 bíða eftir plássi
Næsta greinDísilolíu og dekkjum stolið