Skoða hagkvæmni á nýtingu holunnar

Gera þarf hagkvæmniútreikninga á þeim kosti að færa vatn úr borholu við Goðaland að bæjum þar í kring í Fljótshlíðinni og nýta varmadælur á hverjum stað til að hita vatnið til nýtingar.

Þetta er talin álitlegasta aðgerðin til notkunar á vatninu úr holunni sem skilar 57 sekúndulítrum af 14 gráðu heitu vatni eins og hún er nú, 240 metra djúp.

Á mánudagskvöld var haldinn kynningarfundur þar sem farið var yfir helstu niðurstöður úr tilraunaborun sem staðið hefur yfir undanfarið í Goðalandi.

Haukur Kristjánsson, oddviti sveitarstjórnar Rangárþings eystra, segir að með holunni kunni að fást orka sem dugi til að kynda á fjórða hundruð húsa, svo mikið sé af vatninu.

Kostnaður við borun holunnar er talsvert á fjórðu milljón króna.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinÞórsarar töpuðu í Keflavík
Næsta greinEkki hlýrra í hreppum síðan 1881