Yfirvöld í Rangárþingi ytra skoða nú þá hugmynd að allur matur fyrir grunnskóla sveitarfélagsins verði matreiddur á Laugalandi og svo ekið með hann á Hellu.
Skólastjórum grunnskólanna á Laugalandi og Hellu var falið að senda sveitarstjórn tillögur um hvort og hvernig mætti hagræða í rekstri mötuneytanna. Þeir lögðu það til við sveitarstjórn að allur matur yrði matreiddur á Laugalandi, en svo ekið með hann á Hellu.
Formanni fræðslunefndar, fulltrúa D-lista í fræðslunefnd og sveitarstjóra hefur verið falið að skoða þessa tillögu betur og kanna einnig fleiri leiðir í samráði við forstöðumenn.