Byggðaráð Bláskógabyggðar mun vinna tillögu um framtíðarfyrirkomulag veiðileyfa á jörðum sveitarfélagsins.
Að sögn Helga Kjartanssonar, formanns byggðaráðs Bláskógabyggðar, þykir rétt að taka afstöðu til veiðileyfa á jörðum sveitarfélagsins eftir að sveitarfélaginu barst kvörun yfir ágangi rjúpnaveiðimanna á jörðinni Selkoti.
Veiðimenn hafa farið yfir jörðina Stíflisdal til veiða á Selkoti en slík umferð er ekki bönnuð samkvæmt náttúruverndarlögum.
Að sögn Helga er sjálfsagt að taka tillit til allra sjónarmiða fyrir næsta veiðitímabil.