Skoða kostnað við strætóskýli

Á fundi framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar í gær var samþykkt að afla upplýsinga um kostnað og uppsetningu strætóskýla í Árborg.

Bent hefur verið á að nú þegar strætisvagnaferðir eru orðnar tíðar og reglulegar í sveitarfélaginu sé vöntun á strætóskýlum á stoppistöðvum strætós.

Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður D-lista, óskaði eftir að málið yrði tekið upp í framkvæmda- og veitustjórn og var það gert í gær.

Stjórnin er sammála um nauðsyn þess að koma upp biðskýlum í sveitarfélaginu og hefur tækni- og veitustjóra verið falið að afla upplýsinga um kostnað og uppsetningu skýlanna fyrir næsta fund.

Fyrri greinMótmæla uppsögn Magnúsar Hlyns
Næsta greinÍR og Fram unnu sína leiki