Skoða öldungalandsmót

Sveitarstjórn Rangárþings ytra vill skoða þann möguleika að fyrsta landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri verði haldið í Rangárvallasýslu.

Sveitarfélagið hefur haft samband við ungmennahreyfinguna og Héraðssambandið Skarphéðinn vegna þessa.

Gunnsteinn Ómarsson, sveitarstjóri, segir verkefnið spennandi, en um ákveðna frumraun er að ræða í þessu tilviki þar sem slík landsmót hafi ekki verið haldin áður. Hann segir ekkert til fyrirstöðu til að halda mót sem slíkt, þar sem öll aðstaða sé fyrir hendi og ekki þurfi að leggja í mikla fjárfestingu vegna þessa.

Ákvörðun um formlega umsókn verður þó ekki tekin nema í samstarfi við HSK sem myndi halda mótið ef til þess kemur.

Fyrri greinFelur í sér verulegt skattalegt hagræði
Næsta greinOlís og Selfoss í samstarf