Skoða vindmyllur í útlöndum

Fulltrúar sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu og Flóa, hyggjast ferðast til Skotlands og Noregs á næstunni í þeim tilgangi að kynna sér staðsetningu vindmylla.

Í flestum tilfellum fer einn fulltrúi sveitarstjórnar, en í einhverjum tilfellum tveir, ásamt fulltrúa Skipulagsstofnunar.

Er kynnisferð þessi farin vegna þeirrar vinnu sem framundan er varðandi stefnumörkun sveitarfélaganna um staðsetningu vindmylla. Hvert sveitarfélag greiðir þann kostnað sem fellur til vegna síns fulltrúa.

Fyrri greinLögreglan kannar ljósabúnað og eftirvagna
Næsta greinKjötmjölið enn í þrot