Skoðar vatnsútflutning frá Þorlákshöfn

Gísli Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður og aðaleigandi Bifreiða og landbúnaðarvéla, skoð­ar nú vatnsútflutning frá Þorláks­höfn.

Fyrirtæki á vegum Gísla keypti gömlu bræðsluna í Þorláks­höfn og hefur verið að undirbúa svæðið með það í huga að það nýtist áformum um vatnsútflutn­ing. Gísli seldi B&L árið 2007 og var söluverðið talið nema um 3 milljörðum króna.

Fyrir skömmu keypti Gísli sjávarjörðina Nes í Selvogi en hún hafði verið til sölu um nokkurn tíma. Um er að ræða 2.440 hektara jörð í Ölfshreppi, austanmegin við Strandakirkju.

Jörðin er talin bjóða upp á mikla möguleika og horfa menn þar einkum til vatnsupp­spretta á jörðinni. Ásett verð var 175 milljónir króna. Engin húsakostur fylgdi jörðinni en landið er afgirt. Um 36 hektarar eru skráðir sem ræktað land. Þá fylgdi með forkaupsréttur að jörð­inni Nessandi sem er 2.100 hektar­ar að stærð og liggur samsíða Nesi. Sú jörð er í ríkiseigu.

Jón Ólafsson rekur sem kunn­ugt er vatnsverksmiðjuna Icelandic Waters að Hlíðarenda í Ölfusi, skammt frá Þorlákshöfn. Báðar jarðirnar nýta vatn úr sömu vatnslindum.

Fyrri greinGistiheimili fær vínveitingaleyfi
Næsta greinSunnlendingar misstu af titlunum